Almennar fréttir

15. febrúar 2011

Starfsmenn ÍAV skoða Hörpuna

Síðastliðinn laugardag var starfsmönnum ÍAV ásamt mökum þeirra boðið í skoðunarferð um Hörpuna. Um 460 manns mættu til að kynna sér hvað Harpan hefur að geyma. Tæknimenn og aðrir starfsmenn sem þekkja vel til hússins og hönnunar þess tóku að sér að leiða gesti um húsið og segja frá því sem fyrir augu bar.

Ekki var annað að sjá og heyra en að gestir hafi kunnað vel að meta það sem fyrir augu bar. Eftir skoðunarferðina tók Borgarkórinn við og söng nokkur lög ásamt einsöngvurum. Hljómsveitin Hjaltalín og Lúðrasveit Reykjavíkur skemmti gestum einnig með fallegum tónum.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn