Almennar fréttir

31. janúar 2009

Til hamingju með glæsilega aðstöðu

Íslenskir aðalverktakar óska Heilsuræktarstöðinni Hreyfingu og Blue Lagoon Spa til hamingju með glæsilega nýja heilsulind með þakklæti fyrir samstarfið.Heilsulindin er í nýju og glæsilegu húsi við Glæsibæ í Reykjavík og er sú fyrsta sinnar tegundar sem býður uppá meðferðir sem byggja á einstökum virkum hráefnum Bláa lónsins sem hingað til hafa einungis verið fáanlegar í Bláa lóninu í Grindavík.

Nýja húsnæðið er rúmlega 3.600 fermetrar að stærð eða tvöfalt stærra en núverandi húsnæði Hreyfingar í Faxafeni og gefur það mikla möguleika á aukinni og bættri þjónustu við viðskiptavini.

Húsnæðið er á þremur hæðum. Á jarðhæð verður Blue Lagoon Spa með aðstöðu þar sem veittar verða spa-meðferðir. Á fyrstu hæð verður veitingaaðstaða, þolfimisalir og stór opinn salur með fjölbreyttum þolþjálfunartækjum. Á annarri hæð verður aðstaða fyrir ráðgjafa, þolfimisalur, salur fyrir hjólatíma, barnagæsla og salur með styrktartækjum.

Heilsuræktarstöðin Hreyfing og Blue Lagoon Spa er fyrsta fyrirtækið til að hefja starfsemi í húsinu sem byrjað var að byggja í mars 2006 og er um 10.000 fermetrar að stærð á 8 hæðum auk kjallara á 2 hæðum.

Aðalverktaki við bygginguna er Íslenskir aðalverktakar, Teiknistofan Óðinstorgi teiknaði húsið en VA arkitektar sáu um hönnun innanhúss fyrir Hreyfingu.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn