Almennar fréttir

27. október 2011

Torgið við Hörpu fær verðlaun

Í vikunni voru norrænu arkitektaverðlaunin afhent í Gautaborg. Torgið við Hörpu hlaut verðlaun í flokknum besta norræna almenningsrýmið.

Torgið skiptist í þrjú svæði, aðkomutorg, fjölnotatorg og dvalarsvæði í krikanum sem byggingin myndar. Við hönnun svæðisins er skírskotað í sögu svæðisins frá því að vera ósnortin fjara þar sem lækurinn rann til sjávar yfir í það að vera hafnarsvæði.

Spegiltjarnir skapa hólmatilfinningu inni á torginu og fjarlægð frá aðliggjandi umferðargötu. Brýrnar yfir tjarnirnar eru í minningu bryggjanna sem stungust þarna áður í sjó fram og mannfagnaða við skipakomur á Ingólfsgarði.

Meðfylgjandi myndir af torginu tala sínu máli. Til gamans fylgja einnig myndir frá fyrri tíma af sama svæði.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn