Almennar fréttir

19. september 2008

Uppgreftri lýkur vegna rafstrengjaverkefnis

Senn lýkur lagningu 132kV rafstrengja fyrir Orkuveitu Reykjavíkur en uppgreftri er lokið.Um miðjan september 2007 hófst undirbúningsvinna hjá ÍAV. Strengirnir eru alls um 10,2 km að lengd, liggja á milli aðveitustöðva við Korpu og Borgartún. Auk þess hafa fjarskiptastrengir verið lagðir samhliða. Verkið hefur gengið einkar vel en borað var og lagðar lagnir undir 14 götur auk Elliðaár.

ÍAV sjá um alla stjórnun verksins og jarðvinnu, svo sem gröft í lausu og föstu efni. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða önnuðust sem undirverktakar borun rannsóknarborhola en upplýsingarnar sem frá þeim komu nýttust til ákvörðunar á legu rafstrengjanna undir árfarveg Elliðaár. Boraðar voru fimm rannsóknarholur á bilinu 10 – 20 metra djúpar við Elliðaár. Línuborun ehf vann sem undirverktaki stefnustýrða borun og lögn ídráttarröra undir árfarveginn og umferðarmannvirki. Borað var á 14 stöðum undir umferðarmannvirki, til viðbótar við boranir undir Elliðaár. Þetta var í fyrsta skipti sem borað var í klöpp undir árfarveg hérlendis. Orkuveita Reykjavíkur sér um lagningu raf- og fjarskiptastrengs, ásamt tengingum á þeim.

Um tuttugu manns hafa unnið við verkið verður skilað fullbúnu þann 31. október 2008.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn