Almennar fréttir

16. september 2013

Varaaflsstöð Bolungarvík

Í framhaldi af útboði hefur ÍAV gert samning við Landsnet um byggingu varaflsstöðvar í Bolungarvík. Verkið felur í sér byggingu um 1.000 m² staðsteypts húss yfir rofabúnað, spenna og díselrafstöðvar.

Innifalið í samningum er allur frágangur byggingarinnar að utan og innan (án rofa, spenna og díselvéla) ásamt útvegun og uppsetningu olíutanka og lagna.

Í verkið fara um 1.000 m³ af steypu, 100 tonn af bendistáli og mótafermetrar eru um 5.000.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn