Almennar fréttir

13. desember 2007

Vélsmiðja reist á Reyðarfirði

Nýverið hófu Íslenskir aðalverktakar vinnu við byggingu rúmlega 4000 fermetra stálgrindarhúss að Hrauni 5 í Reyðarfirði.

Húsið skiptist meðal annars í kerverkstæði, rafmagnsverkstæði, vélaverkstæði, renniverkstæði, verslun og matsal. Til viðbótar er 430 fermetra skrifstofurými á annarri hæð. Burðarvirki hússins verður úr stáli og læstar samlokueiningar í þaki og samlokueiningar í veggjum. Gólf og sökklar verða steypt.

VGK-Hönnun sjá um burðarþols- , lagna- og arkitektahönnun hússins ásamt því að vinna að deiliskipulagi á lóðinni. Skila á þeim hluta hússins sem tilheyrir vélaverkstæði tilbúnu til notkunar 1. mars 2008 en verklok eru 15. júlí 2008. Verkkaupi er Vélsmiðja Hjalta Einarssonar í Hafnarfirði og munu þeir nota húsið til vinnu vegna þjónustusamnings við Alcoa á Reyðarfirði.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn