Almennar fréttir

24. ágúst 2009

Verklok við Flugstjórnarmiðstöðina

Í upphafi ágústmánaðar lauk framkvæmdum við þak Flugstjórnarmiðstöðvarinnar á Reykjavíkurflugvelli. Verktíminn var frá 6. apríl og gekk vel enda veður í sumar með eindæmum gott og létti það starfsmönnum ÍAV og undirverktökum róðurinn. Við verkið störfuðu þegar mest var 14 manns með undirverktökum.

Í Flugstjórnarmiðstöðinni starfa um 90 starfsmenn sem eru m.a. flugumferðarstjórar og fluggagnafræðingar sem sjá um stjórn flugumferðar á innanlands- og úthafssvæðum.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn