Almennar fréttir

08. júlí 2013

Verksamningur um Álftanesveg

Síðastliðinn föstudag var skrifað undir verksamning vegna lagningu Álftanesvegar. Í verksamningnum felst: Færsla á núverandi vegi um Gálgahraun til norðurs en nýi vegurinn verður um 2,5 km langur, breikkun á núverandi vegi frá afleggjaranum að Bessastöðum eða um 1,4 km leið, framkvæmd við mislæg vegamót í Garðahrauni ásamt tvennum göngum fyrir gangandi umferð.

Strax á næstu dögum verður hafist handa við að koma fyrir vinnubúðum á svæðinu. Áætlanir gera ráð fyrir að allt að 70 þúsund m3 af klöpp verði sprengd á svæðinu og að allt efni í veginn verði unnið á staðnum. Alls munu um 20 manns starfa við verkið þegar að mest verður.

Verklok eru áætluð í september 2015.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn