Almennar fréttir

14. júní 2018

Verkstaða við uppbyggingu íbúðarhúsnæðis að 201 Smára

Eins og er hefur verið samið um tvo reiti, A01 og A02, á svæðinu sem hefur hlotið heitið 201 Smári. Svæðið skiptist í 10 minni undirsvæði sem hvert um sig mun hýsa íbúðarhúsnæði sem munu að heild búa yfir rúmlega 650 íbúðum.

A01, eða Sunnusmári 24-28, er byrjaður að taka á sig skýrari mynd en uppsteypa þess er langt komin. Unnið er í óða önn að leggja lagnir og rafmagn um bygginguna ásamt því að hlaða og sparstla innveggi þannig að hægt verði að byrja að innrétta stöku íbúðir sem fyrst, en afhending fyrstu íbúðanna á að fara fram í september.

A02, eða Sunnusmári 18-22, er á svipuðu reiki og A01 hvað varðar uppsteypu en vinna að innvolsi byggingarinnar er ekki hafin eins og er.

Samningaviðræður um þriðja svæðið, A10, eru í fullu gangi en jarðvinna er nú þegar hafin á svæðinu.

Í dag eru í kringum 100 manns við vinnu á svæðinu, en sú tala á trúlega eftir að hækka þegar samið verður um fleiri reiti og vinna við þá getur hafist. Samkvæmt áætlun verður sú tala í kringum 250 þegar mest verður.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn