Almennar fréttir

06. október 2009

Vinna hafin við næsta áfanga glerhjúps Tónlistar- og ráðstefnuhússins

Nú hefur vinna hafist við að reisa fyrstu stálbitana af svokölluðum CQB4 (Cut Quasi brick 4) gerð sem þekja munu norðurhlið Tónlistar- og ráðstefnuhússins eða um 1400 fm2 svæði.  Nánast hver biti sem tilheyrir þessari gerð gluggavirkisins eða fasöðunnar eins og gluggavirkið er nefnt,  er sérsmíðaður.

Á milli bitanna sem sjást á myndunum verða settir upp annarskonar stálbitar sem saman eiga að líkja eftir þverskurði stuðlabergs. Til fróðleiks má geta þess að heildarþyngd stálsins sem fer í gluggavirkið á norðurhliðinni vegur 132 tonn. Gert er ráð fyrir að um 90 daga taki að setja stálið á norðurhliðina og um 40 daga til viðbótar verða notaðir í glerjun.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn