Almennar fréttir

24. ágúst 2009

Vinna við glerhjúpinn hafin

Í sumar hófust framkvæmdir við uppsetningu glerhjúpsinssem umlykja mun Tónlistar- og ráðstefnuhúsið.Glerhjúpurinn er framleiddur af kínverska fyrirtækinu Lingyun og sérfræðingar á þeirra vegum sjá um uppsetningu hjúpsins. Verkið er gífurlega flókið og mikil nákvæmnisvinna liggur að baki hverju handtaki í framleiðslu og uppsetningu auk þess sem hönnunin er mjög flókin.Gera má ráð fyrir að teikningarnar í kringum glerhjúpinn verði vel yfir 6.000 þegar upp verður staðið.

Það er Ólafur Elíasson, í samvinnu við Henning Larsen Architechts, sem forhannar glerhjúpinn en Lingyun sér um fullnaðarhönnun hans.Hugmyndin að baki glerhjúpnum er sótt til íslenskrar náttúru sem er endalaus uppspretta lita og forma og er stuðlabergið fyrirmynd hjúpsins. Breytingar í himinblámanum munu gefa glerhjúpnum ótal litbrigði, eftir veðri, árstíma og mismunandi tímum sólarhringsins.

Áætlað er að vinna við uppsetningu glerhjúpsins taki um 18 mánuðiog verði lokið haustið 2010.

 

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn