Almennar fréttir

08. júní 2007

Vinna við Háskólatorg gengur vel

Uppsteypu er lokið og verið er að reisa stálvirki. Unnið er við grófjöfnun lóðar og í júlí/ágúst verður byrjað á lokafrágangi hennar.

ÍAV hófu í apríl 2006 byggingu á Háskólatorgi. Háskólatorg er samheiti tveggja bygginga með tengibyggingu sem áttu upphaflega að verða alls um 8.500 fermetrar. Í vinnsluferlinu var ákveðið að stækka verkið og verður heildar flatarmál bygginganna nú um 10.000 fermetrar.

Hjalti Gylfason verkefnisstjóri og Árni Magnússon aðstoðarverkefnisstjóri segja framkvæmdir ganga vel, verkið er á áætlun og reiknað er með að hægt verði að loka þeim áfanga sem kallaður er Háskólatorg 1 í ágúst 2007 og þriðju hæðinni á Háskólatorgi 2 um miðjan október sama ár.

Verklok á fyrri áfanga er í nóvember 2007 en þeim seinni í febrúar 2008.

 

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn