Almennar fréttir

15. júlí 2009

Vladimir Ashkenazy heimsækir Tónlistar- og ráðstefnuhúsið

Vladimir Ashkenazy heiðursstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands heimsótti Tónlistar- og rástefnuhúsið er hann kom hingað til lands.Ashkenazy er mjög ánægður með að ákveðið hafi verið að halda byggingu Tónlistar- og ráðstefnuhússins áfram þrátt fyrir efnahagsþrengingarnar. Þetta er í þriðja sinn sem Ashkenazy skoðar byggingarsvæðið og var hann glaður með framvindu verksins. Hann kvaðst ennfremur vonast til að fá að stýra fyrstu tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar í húsinu.

Í Íslandsferð sinni nú stjórnaði Ashkenazy Sinfóníuhljómsveit Íslands á tvennum tónleikum þar sem sonur hans Vovka Stefán Ashkenazy lék einleik á píanó.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn