Almennar fréttir

20. maí 2009

Álftaneslaug tekin í notkun

Álftaneslaug hefur verið tekin í notkun.ÍAV sáu um byggingu laugarinnar en verkið fólst í byggingu 25 metra útisundlaugar, vaðlaugar fyrir börn, öldulaugar, steyptum pottum og byggingu 12,5 metra langrar innilaugar ásamt viðbyggingu við íþróttahúsið.Að auki var gengið frá undirstöðum vatnsrennibrautar sem er 10 metra há og 80 metra löng og er hæsta rennibraut landsins.Húsið er staðsteypt á tveimur hæðum með límtrésbilum í lofti og er rúmlega 2.600 fermetrar að stærð.Þar er einnig rekin heilsurækt og veitingastaður.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn