Almennar fréttir

15. október 2020

ÍAV afhendir Bjargi íbúðir í Hraunbæ

ÍAV afhenti þann 15. október 2020, Bjargi íbúðafélagi hses., fyrstu 28 íbúðirnar af alls 99 íbúðum við Hraunbæ 153-163.  Bjarg íbúðafélag er húsnæðissjálfseignarstofnun stofnuð af ASÍ og BSRB.  Verkið hófst sumarið 2019 og eru verklok áætluð í byrjun febrúar 2021.  Alls er um að ræða sex stigaganga, tveggja til fimm hæða, í hverjum stigagangi eru 9-24 íbúðir.  Húsin eru hefðbundin steypt hús, einangruð að utan og klædd álklæðningu, svalir eru forsteyptar.  Mikið er lagt upp úr góðri hljóðeinangrun því margar íbúðirnar snúa að Bæjarhálsi þar sem umferðarþungi er nokkur.  Þar má nefna þykka steinsteypta milliveggi, svalalokanir og sérstaklega einangrandi hurðir inn í íbúðirnar.  Í þeim stigagöngum sem eru fjórar hæðir eða meira er lyfta.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn