Almennar fréttir

11. júní 2004

ÍAV byggir verslunar- og skrifstofuhúsnæði í Fjarðabyggð

Samningur um að Íslenskir aðalverktakar byggi Molann, 2.500 fermetra verslunar- og skrifstofuhúsnæði í Fjarðabyggð, var undirritaður af fulltrúum ÍAV og Smáratorgs. Fór undirskriftin fram á sýningunni Austurland 2004. Fyrsta skóflustungan verður tekin 21. júní nk. Gert er ráð fyrir að Molinn verði tekinn í notkun í desember 2004. Byggingastjóri verður Jón Traustason.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn