Almennar fréttir

27. desember 2007

ÍAV byggja fyrir Ölgerðina

Nýverið var undirritaður samningur á milli Íslenskra aðalverktaka annarsvegar og Fasteignafélagsins Öls hinsvegar um framkvæmdir vegna viðbyggingar við hús Ölgerðarinnar Egill Skallagrímsson hf að Grjóthálsi í Reykjavík.

Viðbyggingin sem verður rúmlega 12.500 fermetrar að stærð á fjórum hæðum auk kjallara, verður reist við vesturenda hússins sem fyrir er. Húsið skiptist í vöruhús á fyrstu hæð, skrifstofur á annari, þriðju og fjórðu hæð og tæknirými. Húsnæðið mun verða notað undir starfsemi Ölgerðarinnar og Danól en þau fyrirtæki sameinast nú um áramótin.

Framkvæmdir hefjast í byrjun árs 2008 og verður húsinu skilað tilbúnu til notkunar, með skrifstofubúnaði og hillukerfum í mars 2009.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn