Almennar fréttir

09. júní 2008

ÍAV endurnýjar raflagnakerfi Keflavíkurflugvallar

Þann 6.júní síðastliðinn tók Hitaveita Suðurnesja fyrstu skóflustunguna fyrir endurnýjun raflagnakerfis Keflavíkurflugvallar, en verkið mun vera í höndum ÍAV, en breyta þarf raflagnakerfinu á svæðinu svo þau uppfylli íslensk lög, eigi síður en 1.október 2010.

Fyrsti áfangi verksins er endurnýjun rafdreifikerfis á iðnaðarhluta svæðisins, en einnig er áætlað að taka hluta íbúðarsvæðis í fyrsta áfanga.  Fyrsta áfanga verksins mun vera lokið í september og er ráðgert að aftengja eldra dreifikerfi iðnaðarsvæðisins þann 14. nóvember þessa árs.  

Í beinu framhaldi verður farið í vinnu við aðra hluta svæðisins og verður verkið unnið samfellt til verkloka.  Undirbúningsvinna verksins hefur staðið yfir undanfarna mánuði og hefur Verkfræðistofa Jóhanns Indriðasonar,  í samstarfi við Hitaveitu Suðurnesja og Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, séð um hönnun nýja rafdreifikerfisins.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn