Almennar fréttir

24. ágúst 2007

ÍAV fá viðurkenningu umhverfisráðs Kópavogs

Íslenskir aðalverktakar hafa hlotið viðurkenningu umhverfisráðs Kópavogs árið 2007 fyrir frágang húss og lóðar við Ásakór 2 – 4. Byggingarframkvæmdir hófust í september 2005 og lauk þeim í mars 2007. Ásakór 2 – 4 er átján íbúða lyftuhús á þremur hæðum auk bílageymslu. Íbúðirnar eru þriggja og fjögurra herbergja, allar með sérinngangi.

Góður frágangur og fagmennska einkenna Ásakór 2 – 4. Fjölbýlishúsið er falleg bygging sem nýtir vel þá möguleika sem lóðinni fylgir en húsið stendur í hallandi landi og bílageymsla neðanjarðar leysir hluta hæðarmunar á lóðinni. Frá jarðhæð hússins er hæðarmunur leystur með gras- og gróðurbrekkum og þannig mótast skjólgóður hvammur sem snýr vel við sól. Á jöðrum lóðarinnar og aðkomusvæði er markvisst unnið með gróður til skjólmyndunnar og til að skapa hlýlegt yfirbragð.

Ásakór 2 – 4 er hannað af ASK arkitektum og Landslag ehf sá um lóðahönnun.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn