Almennar fréttir

10. ágúst 2004

ÍAV hefja framkvæmdir við grunnskóla í Staðahverfi

Undirritaður hefur verið samningur um að ÍAV byggi grunnskóla í Staðahverfi. Verkið felst í jarðvinnu, uppsteypu og frágangi að utan og innan en skólinn verður tæplega 3.000 fermetrar að grunnfleti á einni hæð. Byggingin verður að stórum hluta klædd að utan með bárumálmklæðningu en að öðru leiti verður notast við sjónsteypu.

Framkvæmdir hófust 10. ágúst. Gert er ráð fyrir að um 15 starfsmenn muni vinna við bygginguna í upphafi verks en þeim fjölgi í 60 manns þegar mest verður. Árni Guðlaugsson er verkefna- og byggingastjóri.

Verklok eru áætluð 1. ágúst 2005.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn