Almennar fréttir

27. október 2020

ÍAV í framkvæmdum á öryggissvæði Keflavíkurflugvallar

ÍAV hefur frá  haustinu 2019 unnið að framkvæmdum á öryggissvæði Keflavíkurflugvallar, nánar tiltekið á þeim hluta sem tilheyrir gamla varnarsvæðinu.  Unnið hefur verið að endurbótum á steyptum flugvélastæðum ásamt endurnýjun á þéttiefni á öllum steypuskilum.  Einnig við endurnýjun ídráttarlagna og brunna fyrir hliðarljós, uppsetningu miðlínuljósa á fimm akbrautum ásamt breikkun á einni akbraut.  Sett hefur verið upp olíuskilja ásamt settjörn og innsteyptar rennur til mengunarvarna.  Áætlað er að verkinu ljúki fyrir árslok.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn