Almennar fréttir

29. október 2007

ÍAV keyptu heila götu í Urriðaholti

Íslenskir aðalverktakar hafa gengið frá kaupum á heilli götu í Urriðaholti í Garðabæ. Gatan heitir Mosagata og verða þar byggð lítil og lágreist fjölbýlishús og raðhús með alls 77 íbúðum. Gatan er miðsvæðis í Urriðaholti, aðeins í seilingarfjarlægð frá skóla og leikskóla.

Seljandi götunnar er Urriðaholt ehf, sem skipulagt hefur rúmlega 4 þúsund manna byggð í þessu nýja hverfi. ÍAV áætla að hefja framkvæmdir eftir mitt næsta ár og gert er ráð fyrir að fyrstu íbúar flytji inn í húsin eftir um tvö ár.

Ástæður þess að ÍAV ákváðu að kaupa allar lóðirnar við Mosagötu eru að sögn Gunnars Sverrissonar forstjóra þær að:

„Framkvæmdir þessar falla vel að þeim verkefnum sem ÍAV eru með í gangi og í farvatninu. Skipulag hverfisins er unnið af miklum metnaði auk þess að vera vel staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Nálægð við fallegt umhverfi sem býður upp á mikla útivistarmöguleika. Samgöngur við hverfið eru góðar og stutt er í alla þjónustu. Gatan er vel staðsett í hverfinu með fallegu útsýni til suðvesturs.“

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn