Almennar fréttir

19. maí 2006

ÍAV ljúka við byggingu glæsilegrar sundlaugar á Eskifirði

Föstudaginn 19. maí var tekin í notkun ný og glæsileg útisundlaug á Eskifirði.ÍAV hófu framkvæmdir við byggingu laugarinnar í byrjun júní 2005. Um er að ræða 25 metra útisundlaug, stóra rennibraut, vaðlaug og tvo heita potta. Í aðalbyggingu er búningsaðstaða fyrir sundlaugargesti, tveir líkamsræktarsalir, aðstaða fyrir starfsfólk og afgreiðsla ásamt búningsaðstöðu fyrir fótboltavöllinn sem er við hliðina á sundlauginni.

Mannvirkið mun nýtast íbúum Fjarðabyggðar til sundiðkunar og heilsurækta rum ókomin ár.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn