Almennar fréttir

04. júní 2020

ÍAV lýkur jarðvinnu fyrir meðferðarkjarna og bílastæðahús LSH

Formleg verklok jarðvinnu vegna grunns nýs meðferðarkjarna og bílastæðahúss LSH voru í maí sl.  Eftir það hefur verið unnið við landmótun, gróðursetningu og hellulögn, ásamt frágangi á verksvæðinu.  Reiknað er með að þeim verkþáttum ljúki nú í júní.  Verkið hófst í júlí 2018 og á verktímanum hafa verið fjarlægðir um 400.000 rúmmetrar af efni, þar af sprengdir yfir 240.000 rúmmetrar.  Allt sprengt grjót hefur farið í landfyllingar í Laugarnesi.  Byggðir voru tveir tengigangar frá núverandi spítala, ásamt stoðveggjum og undirgöngum við Snorrabraut/Bústaðarveg.  Auk þess var unnið við gatnagerð, bílaplön og lagnir.  Á verktímanum komu um 70 manns að verkinu þegar mest var.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn