Almennar fréttir

09. febrúar 2012

ÍAV lýkur vinnu fyrir Alcan í Straumsvík

Um þessar mundir er verkefni ÍAV í Straumsvík að ljúka.

Verkið er hluti af þróunarverkefni Alcan sem lýtur að því að auka framleiðslu álversins með straumhækkun í núverandi kerskálum.

Verk ÍAV fólst í stækkun aðveitustöðvar, byggingu afriðlastöðva og inntaksbygginga ásamt undirgöngum milli kerskálanna. Ennfremur aðendurnýja vatnslagnir og leggja nýjar, gerð ídráttarlagnastokka og tilfærsla á háspennuköpplum sem færa þurfti vegna framkvæmdanna.

Verkið hófst í maí 2010 og er nú að ljúka. Að jafnaði störfuðu um 45 manns við verkið.

Verkið hefur verið mjög krefjandi þar sem álverið er í fullum rekstri og til að tryggja að röskun verði sem minnst  voru öryggiskröfur mjög miklar.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn