Almennar fréttir

27. maí 2004

ÍAV reisir leikskóla við Skógarlönd, Austur - Héraði

Þann 27. maí 2004 var undirritaður samningur milli Austur-Héraðs og Íslenskra aðalverktaka um byggingu nýs leikskóla á Egilsstöðum. Í kjölfarið var fyrsta skóflustungan tekin með aðstoð leikskólabarna á Austur-Héraði.

Undirritun samningsins fór fram kl 13:30 í sal bæjarstjórnar að Lyngási 12, Egilsstöðum, á grundvelli alútboðs.

Í fyrsta áfanga verður byggður fjögurra deilda leikskóli, samtals um 880 fermetrar, ásamt sameiginlegu rými fyrir sex leikskóladeildir. Lóð og 31 bílastæði verða fullfrágengin og sett verða upp leiktæki og annar búnaður.

Gert er ráð fyrir að leikskólinn verði tekinn í notkun í maí árið 2005.

Verkefnastjóri er Guðgeir Sigurjónsson. Áætlað er að um 15 manns vinni að bygginguna að jafnaði. Gert er ráð fyrir að ÍAV semji við heimamenn um þá verkþætti sem við eiga.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn