Almennar fréttir

28. júlí 2005

Íslenskir aðalverktakar hf byggja skrifstofuhúsnæði fyrir Morgunblaðið

Nýverið undirrituðu ÍAV og Klasi hf fyrir hönd Morgunblaðsins samning um byggingu skrifstofuhúsnæðis fyrir Morgunblaðið að Hádegismóum 2 í Reykjavík.  Um er að ræða tæplega 3900 m2 húsnæði hannað af THG arkitektum og VSÓ verkfræðihönnuðum. Vinna við bygginguna hófst þann 23. júní sl. og eru verklok áætluð í apríl 2006. Um 30 - 40 manns munu vinna við verkið að jafnaði. Verkefnastjóri er Björgúlfur Pétursson og byggingarstjóri er Ísleifur Sveinsson.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn