Almennar fréttir

05. febrúar 2008

Íþróttamiðstöð á Álftanesi

ÍAV hófu í desember 2007 framkvæmdir við byggingu nýrrar sundlaug og viðbyggingu við íþróttahús á Álftanesi. Um er að ræða byggingu 25 metra útisundlaugar, vaðlaugar fyrir börn, öldulaug, steypta potta og byggingu 12,5 metra langrar innilaugar ásamt viðbyggingu við íþróttahúsið. Einnig verður gengið frá undirstöðum vatnsrennibrautar sem verður allt að 10 metra há og því hæsta rennibraut á landinu.

Húsið er staðsteypt, með límtrésbitum í lofti og rúmlega 2.600 fermetrar að stærð á tveimur hæðum. Mannvirkinu verður skilað tilbúnu til notkunar, með öllum innréttingum og tækjum þann 5. desember 2008.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn