Almennar fréttir

18. nóvember 2009

Öryggið í fyrirrúmi

Eins og kunnugt er sjá ÍAV um byggingu álversins í Helguvík en um þessar mundir starfa um 35 starfsmenn á framkvæmdasvæðinu. Miklar öryggiskröfur eru gerðar á vinnusvæðinu og sækja allir starfsmenn sem vinna við verkið öryggisnámskeið áður en þeir hefja störf.

Með þessu fyrirkomulagi hefur náðst frábær árangur í öryggismálum á svæðinu  og þess má geta að í vor var þeim  merka áfanga náð að unnar höfðu verið 100.000 vinnustundir án fjarveruslyss en það jafngildir 54 ársstörfum. ÍAV eru mjög stoltir af því að vera þátttakandi í slíku starfi en þessum góða árangri má fyrst og fremst þakka samstilltu átaki allra stjórnenda ÍAV á verkinu í samvinnu við verkkaupann Norðurál.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn