Almennar fréttir

31. október 2012

Úrslit í Boxinu

Síðastliðin laugardag fór fram framkvæmdakeppni framhaldskólanna, BOXIÐ 2012, í Háskólanum í Reykjavík. Keppnin var sett á til að vekja athygli framhaldskólanema á tækni og framkvæmdum. Alls höfðu 14 lið skráð sig til keppni og að undangenginni forkeppni, kepptu 8 lið til úrslita á BOXINU en í hverju liði eru 5 einstaklingar. Þau lið sem kepptu til úrslita voru: Versló, Menntaskólinn á Akureyri, Menntaskólinn í Reykjavík, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Menntaskólinn við Sund, Iðnskólinn í Hafnarfirði, Fjölbrautarskóli Suðurnesja og Tækniskólinn.

Alls tóku 7 fyrirtæki þátt í keppninni að þessu sinni og var það verkefni fyrirtækjanna að undirbúa þraut sem liðin áttu að leysa. Liðin höfðu 30 mínútur til að leysa hverja þraut fyrir sig og voru gefin stig eftir árangri í hverri þraut.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn