Almennar fréttir

24. júní 2011

Það er víðar kalt en á Íslandi

Í gær, fimmtudag, gekk yfir verkstað okkar í Snekkestad þrumuský með umtalsverðu hagléli og síðan rigningu. Veðrið tafði þó ekki vinnu við undirbúningsframkvæmdir enda er enginn verri þó hann vökni.

Vinna við undirbúningsframkvæmdir gengur vel en nú er unnið að fyllingum undir vinnubúðir ásamt því að gera veg að aðkomugöngum. Reiknað er með að hluti vinnubúða verði kominn á svæðið innan 2ja vikna en þá mun borun eftir vatni verða lokið. Vinnubúðir og stór hluti annars búnaðar til jarðgangagerðarinnar, mun verða sendur sjóleiðis frá Íslandi.

 

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn