Geymsla

26. nóvember 2004

25 íbúðir í Sóltúni afhentar

Íslenskir aðalverktakar hf. afhentu nýjum eigendum um miðjan desember mánuð allar 25 íbúðirnar í verðlaunahúsi að Sóltún 9. Húsið númer níu er fyrsti íbúðaturninn af sex í nýju íbúðahverfi sem ÍAV byggir í Sóltúni og Mánatúni en þar verða um 300 íbúðir þegar hverfið er allt fullbyggt.
Í hverfinu verða m.a. sex íbúðaturnar auk fjögurra fjölbýlishúsa. Allt hverfið og umhverfi þess var hannað af Ingimundi Sveinssyni arkitekt en framkvæmdin var í höndum ÍAV.
Bygging íbúðanna gekk vel og náðist að afhenda þær á undan áætlun. Næstu tvo turna að Sóltúni 5 og 7 á að afhenda í apríl og júní á næsta ári. Framkvæmdir við byggingu síðustu þriggja turnanna að Mánatúni 2, 4 og 6 hefjast í vetur.
Hönnunin á turnunum hefur vakið mikla athygli og hlaut Ingimundur Sveinsson, arktitekt hverfisins, meðal annars verðlaun frá Bygginganefnd Reykjavíkur fyrir hana. Sérstaklega var hugað að hljóðeinangrun en svokallað fljótandi gólf var sett á allar íbúðir og voru plötur á milli hæða því tvöfaldar. Enn fremur voru húsin einangruð og klædd að utan sem veldur því að kuldabrýr hverfa og hitunarkostnaður lækkar.
Turnarnir eru hver um sig 6 hæðir auk stórrar þakíbúðar og bílageymslu í kjallara. Íbúðirnar voru afhentar fullbúnar, en án gólfefna.
Að sögn Einars Páls Kjærnested, sölustjóra ÍAV, hefur sala íbúðanna gengið mjög vel og eru allar íbúðirnar í Sóltúnsturnunum nú seldar. Sala íbúða í turnunum að Mánatúni hefst í byrjun næsta árs.

Twitter Facebook
Til baka

07. mars 2011

Nýir vefir

Í framhaldi af skipulagsbreytingum sem kynntar voru um síðustu áramót er verið að leggja lokahönd á smíði vefa fyrir ÍAV, ÍAV Fasteignaþjónustu og ÍAV Námur.

21. janúar 2011

Gæðastefna ÍAV

Færni, frumkvæði og fagmennska starfsmanna ÍAV leiði til hagkvæmra og eftirsóttra lausna fyrir viðskiptavini.Starfsfólk ÍAV leggi áherslu á virðingu og traust í samskiptum við viðskiptavini, hagsmunaaðila og sín á milli.

Fréttasafn