Geymsla

14. mars 2006

Evrópa þver og endilöng

 

Nú er kominnmarsmánuður og margir farnir að huga að sumarleyfi
og sumir komnir af stað í huganum. Ég heillast af frelsi sem felst í
að vera með bíl og keyra á milli staða því þá er svo auðvelt
að ná þverskurði af því sem er mest spennandi hverju sinni.
Evrópa liggur nú við bæjardyr okkar með ódýrari samgöngum
og síauknum möguleikum. Flest skoðum við sögufræga staði,
kirkjur og kastala á ferðum okkar, en oft verður minna úr því
að skoða nýrri byggingarlist sem oft á tíðum endurspeglar
það samfélag sem er á staðnum. Því ætla ég að koma með
nokkur áhugaverð dæmi fyrir ykkur sem eruð á leið til
meginlandsins næsta sumar svo ekki sé talað um norðurlöndin.
Byrjum í París og kíkjum á hina frægu L’ institut du Monde Arabe
sem hönnuð er af Íslandsvininum hinum heimsfræga Jean Nouvel.
Nouvel var hér fyrir rúmu ári og hélt fyrirlestur fyrir fullu húsi
áhugamanna og fagfólks. Hann var einnig einn af keppendunum
um tillögur fyrir tónlistar-og ráðstefnuhús og hefur mikinn áhuga
á Íslandi. Araba stofnunin er miðsvæðis í París, rétt hjá
 Notre Dame og var hún tilbúin um 1988. Í byggingunni er bókasafn,
fyrirlestrasalur, veitingastaður, skrifstofur og margt fleira.
Byggingin er úr gleri og stáli, stór glerveggur og klæðning
úr afar sérstökum málmplötum með skírskotun í
arabískan menningarheim einkennir útlit hennar.
Um að gera að upplifa þessa byggingu um leið og Notre Dame er heimsótt.

 

 

“Íslandsvinir”

Það eru ekki bara heimsfrægar rokkstjörnur og kvikmyndamógular sem
leggja leið sína til Íslands þessa dagana.
Fyrst að við erum byrjuð að skoða verk eftir heimsfræga “Íslandsvini”
er nauðsynlegt að skella sér til Hollands og þá til Haag og skoða dansleikhús
“Netherlands dance theater” eftir hollenska arkitektsins Rem Koolhaas sem nýverið var hérlendis sem sérlegur ráðgjafi vegna hugmyndasamkeppni  um skipulag Vatnsmýrar. Koolhaas er einn frægasti arkitekt og hugmyndasmiður samtímans í arkitektúr og skipulagi og nálgast verkefnin  með óhefðbundum hætti. Hann starfar víðvegar um veröldina og er dansleikhúsið stundum nefnt sem það verk sem kom teiknistofu hans OMA á kortið sem slíkri, enda ein fyrsta bygging hans sem varð að veruleika. Eins er tilvalið að fara til Rotterdam, fæðingarborg arkitektsins og skoða þar Kunsthaal eða listasafnið hannað af Rem og samstarfsfélögum. Síðast en ekki síst, ef einhver er á leið til Portúgal þá vann Koolhaas samkeppni um tónlistarhús í höfuðborginni Porto og var Casa da Musica  tekið í notkun árið 2004. Hvít steinsteypubygging sem á rætur að rekja til
forms einbýlishúss sem ekki var byggt, með stóra glerveggi og ótrúleg innirými hefur fengið fádæma viðtökur og skellt Porto á kortið.

 

Róm á einum degi

Öll vitum við að Róm var ekki byggð á einum degi og Róm er sú borg í Evrópu sem er hvað fornust.  Yndislegar sögufrægar byggingar og torg eru aðdráttarafl ferðamanna víðsvegar úr heiminum en í Róm má einnig finna spennandi verkefni eftir einn frægasta núlifandi arkitekt ítala, Renzo Piano sem er til dæmis annar höfundur Pompidou í Paris sem flestir þekkja. Hinn var sir Richard Rogers sem er enn þekktari. Parco della musica er margnota tónlistar”garður” sem samanstendur af þremur stórum tónlistarhöllum.Milli þeirra er stórt torg eða piazza. Einnig er stórt útisvið með tilheyrandi búnaði sem minnir á hringleikahús forðum. Form bygginganna er framúrstefnulegt. Renzo Piano hefur hannað merkar byggingar víðsvegar í Evrópu í heimaborg sinni Genova ogKöln má þekkja þær af frekar flókinni uppbyggingu og framúrstefnulegum formum þar sem tæknin skipar stóran sess.

 

 

Í alvöru talað...

Þá er Evrópa nútímans stútfull af nýlegri, framsækinni og framúrskarandi byggingarlist.
Bretland er þarflokki með kempur sínar eins og Sir Richard Rogers og Norman Foster ásamt framarlega í flokki ásamt fleiri stórum. Norðurlönd eiga sína Plot, Snöhettu og fleiri fantagóða sem komnir eru komnir á heimskortið og virðast landamæri vera að mást út því stór nöfn í byggingarlist starfa út um allan heim. Málið er að það þykir fengur að því að fá heimsfræga hönnuði til að setja mark sitt á borgir og hefur það sýnt sig að framsækin og einstök byggingarlist hefur sterkt aðdráttarafl. Nefna má í því samhengi Guggenheim safnið í Bilbao eftir Frank Gehry, óperuhúsið í Sidney og Barcelona  eins og hún leggur sig. Sérstaklega ber að nefna Barcelona sem borg sem státar af byggingum
eftir ótrúlega marga af frægustu arkitektum samtímans. Calatrava, Richard Meiers, Izosaki auk Nouvel og allt þar á milli má finna í Barcelona. Brátt mun Reykjavík eignast byggingu með sérstakt aðdráttarafl fyrir áhugamenn um byggingarlist og það er þegar tónlistarhúsið við höfnina verður að veruleika. Hér hef ég bara nefnt örfáar af þeim byggingum í þeim flokki sem kalla má einstakan arkitektúr samtímans og eftir brotabrot af þeim mörgu stjörnuarkitektum ef svo má kalla, sem hafa sett svip sinn á okkar tíma.

 

 

 

 

Að lokum, aðeins yfir til Svíþjóðar. Sýni hér the twisted torso sem er íbúðarblokk eftir spænska “stjörnuarkitektinn” Santiago Calatrava og er staðsett í Malmö þar sem hún er orðin kennileiti. Hef skoðað gripinn og greip andann á lofti enda er Calatrava bæði verkfræðingur og arkitekt að mennt og býr til sín eigin lögmál hvað varðar form og uppbyggingu. Nú þegar Kaupmannahöfn er hinum megin við hornið er upplagt að kíkja til Malmö í leiðinni og upplifa gripinn í návígi.

Twitter Facebook
Til baka

07. mars 2011

Nýir vefir

Í framhaldi af skipulagsbreytingum sem kynntar voru um síðustu áramót er verið að leggja lokahönd á smíði vefa fyrir ÍAV, ÍAV Fasteignaþjónustu og ÍAV Námur.

21. janúar 2011

Gæðastefna ÍAV

Færni, frumkvæði og fagmennska starfsmanna ÍAV leiði til hagkvæmra og eftirsóttra lausna fyrir viðskiptavini.Starfsfólk ÍAV leggi áherslu á virðingu og traust í samskiptum við viðskiptavini, hagsmunaaðila og sín á milli.

Fréttasafn