Geymsla

23. nóvember 2004

Fegrunarviðurkenningar lóða

Árlegar fegrunarviðurkenningar vegna garða við fjölbýli og stofnanir hafa verið afhentar undanfarin ár í kringum afmæli Reykjavíkurborgar og voru að þessu sinni afhent í Höfða föstudaginn 15. ágúst 2003.

Í flokknum lóðir fjölbýlishúsa fékk lóðin við Sóltún 11-13 viðurkenningu fyrir fallegan frágang á stórri fjölbýlishúsalóð. Í áliti Fegrunarnefndar Reykjavíkur segir að gróðurval sé fjölbreytt og að lóðin sé í alla staði snyrtileg.

Í flokknum lóðir stofnana fékk lóð Hjúkrunarheimilisins Sóltúns við Sóltún 2 viðurkenningu fyrir fallega og vel skipulagða lóð. Í áliti nefndarinnar segir að vandað hafi verið til við allan yfirborðsfrágang og gróðurval sem myndar fallega og snyrtilega umgjörð um bygginguna. Dvalarsvæði hjúkrunarheimilisins eru skjólsæl og nýtast vel.

Íbúðir við Sóltúni 11-13 voru afhentar kaupendum um mitt ár 2000 og var lokið við frágang lóðar að mestu það sumar. Hjúkrunarheimilið var formlega vígt í ársbyrjun 2002 og frágangi lóðar lauk það sumar. Landslag ehf sáu um landslagshönnun á báðum þessum lóðum en Garðsauki ehf og Nesprýði ehf sáu um lóðaframkvæmdir fyrir ÍAV og bera viðurkenningarnar ánægjulegan vott um gifturíkt samstarf.

Twitter Facebook
Til baka

07. mars 2011

Nýir vefir

Í framhaldi af skipulagsbreytingum sem kynntar voru um síðustu áramót er verið að leggja lokahönd á smíði vefa fyrir ÍAV, ÍAV Fasteignaþjónustu og ÍAV Námur.

21. janúar 2011

Gæðastefna ÍAV

Færni, frumkvæði og fagmennska starfsmanna ÍAV leiði til hagkvæmra og eftirsóttra lausna fyrir viðskiptavini.Starfsfólk ÍAV leggi áherslu á virðingu og traust í samskiptum við viðskiptavini, hagsmunaaðila og sín á milli.

Fréttasafn