Geymsla

26. nóvember 2004

Framkvæmdir hafnar við hjúkrunarheimili í Sóltúni

Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra tók fyrstu skóflustungu að Hjúkrunarheimilinu Sóltúni 2 þann 5. júlí sl. Markar þetta tímamót í rekstri heilbrigðismála á Íslandi því verkefnið er unnið undir formerkjum einkaframkvæmdar. Verkið var boðið út á síðasta ári og gengið var til samninga við Securitas og ÍAV á grunni þess tilboðs.
Húsið sem hafist er handa við í dag er hannað fyrir 92 einstaklinga og er 6852 fm að stærð. Gert er ráð fyrir að um 100 starfsmenn muni vinna við heimilið þegar það hefur tekið til starfa.
Samningur um rekstur og byggingu á Hjúkrunarheimilinu er gerður við rekstrarfélagið Öldung hf. sem stofnað hefur verið um rekstur þess. Öldungur hf. er í eigu Securitas hf. að 85% hlut og ÍAV að 15% hlut.
Þau útboðsgögn sem tilboð Öldungs byggir á eru að mörgu leyti mjög framsækin og óhætt að fullyrða að þetta hjúkrunarheimili sé tákn nýrrar aldar. Meðal þess sem vert er að minnast á í því sambandi er, að hver vistmaður hefur um 30 fermetra rými fyrir sig, einskonar íbúð innan veggja hjúkrunarheimilis. Öll aðstaða til hjúkrunar er eins og best verður á kosið og lögð verður sérstök áhersla á félagslega þáttinn í rekstri heimilisins.

Twitter Facebook
Til baka

07. mars 2011

Nýir vefir

Í framhaldi af skipulagsbreytingum sem kynntar voru um síðustu áramót er verið að leggja lokahönd á smíði vefa fyrir ÍAV, ÍAV Fasteignaþjónustu og ÍAV Námur.

21. janúar 2011

Gæðastefna ÍAV

Færni, frumkvæði og fagmennska starfsmanna ÍAV leiði til hagkvæmra og eftirsóttra lausna fyrir viðskiptavini.Starfsfólk ÍAV leggi áherslu á virðingu og traust í samskiptum við viðskiptavini, hagsmunaaðila og sín á milli.

Fréttasafn