Geymsla

23. nóvember 2004

Hjúkrunarheimilið Sóltún vígt

Sóltún, nýtt og glæsilegt hjúkrunarheimili á horni Sóltúns og Nóatúns í Reykjavík, var vígt þann 4. janúar 2002. Á fyrri hluta ársins 2000 var undirritaður samningur til 27 ára milli Öldungs hf. og Heilbrigðis- og Tryggingamálaráðuneytisins um byggingu og rekstur nýs hjúkrunarheimilis við Sóltún.

Heimilið er byggt fyrir 92 aldraða íbúa sem allir munu hafa 30 fermetra einkaherbergi með baði. Byggingunni er skipt upp í 12 lítil sambýli þar sem hvert sambýli hefur sameiginlega setustofu og aðgang að íbúðareldhúsi. Í Sóltúni verður stafrækt íbúða- og vinafélag sem lætur sig varða alla þætti í heimilishaldinu. Meginstarf starfsfólks er að annast íbúa, vaka yfir velferð þeirra og líðan. Á heimilinu verður læknis- og tannlæknisþjónusta, sjúkra- og iðjuþjálfun, nudd, slökun og heitur pottur. Einnig verður veitt hárgreiðslu- og fótaðagerðaþjónusta. Í hverri íbúð er möguleiki á síma-, sjónvarps og tölvutengingu.
Íslenskir aðalaverktakar hf. sáu um byggingarframkvæmdir, Öldungur hf. um innkaup tækja og búnaðar og VA arktitektar um arkitektahönnun.

Twitter Facebook
Til baka

07. mars 2011

Nýir vefir

Í framhaldi af skipulagsbreytingum sem kynntar voru um síðustu áramót er verið að leggja lokahönd á smíði vefa fyrir ÍAV, ÍAV Fasteignaþjónustu og ÍAV Námur.

21. janúar 2011

Gæðastefna ÍAV

Færni, frumkvæði og fagmennska starfsmanna ÍAV leiði til hagkvæmra og eftirsóttra lausna fyrir viðskiptavini.Starfsfólk ÍAV leggi áherslu á virðingu og traust í samskiptum við viðskiptavini, hagsmunaaðila og sín á milli.

Fréttasafn