Geymsla

14. apríl 2007

Hönnunarrölt í Reykjavík

Í Reykjavík er nú mikið af flottum búðum sem má kalla hönnunarbúðir, flestir þekkja Epal þannig að Skeifan er góður upphafspunktur fyrir skoðunarrúnt. Í Epal er mikið um skandinavíska hönnun í hágæðaflokki, einnig er mikið af flottum smáhlutum sem má fjárfesta í án þess að buddan tæmist. Stelton stál, Rosenthal gler og svo Kartell smávara eins og lampar sem eru skemmtilegir og töff. Úrvalið er mikið og ég get endalaust skoðað og dáðst að mörgu sem þar má finna. Þeir sem eru fjáðir myndu kannski fjárfesta í Uxanum hans Wegners eða Corona stól Wolthers en á góðum laugardegi myndi ég kaupa einn svona lampa, sem heitir Take og er eftir Ferrucio Laviani, þann sama og hannaði Bourgie lampann sem er mjög vinsæll núna og ég hef birt mynda af. Ég myndi hafa hann í glugga, til dæmis í eldhúsinu,mig minnir að hann kosti undir tíu þúsund krónunum. Sýni hér Uxa, Corona og einn lítinn Take lampa.

honnun1                honnun3honnun2a

 

 

 

 

 

Í Skeifunni

Fyrst við erum nú í Skeifunni er gott að koma við í Mood sem selur hina dásamlegu B&B Italia sófa, þeir eru ekki bara fallegir heldur þægilegir.  B&B er auðvitað með fleira en húsgögn en öll framleiðslan frá þeim á það sammerkt að vera hágæðahönnun þar sem bæði góðir hönnuðir, vönduð efni og framúrskarandi framleiðsla haldast í hendur.  En af því að það eru nú ekki margir sem rölta út með sófa undir hendinni á hönnunarröltinu þá má benda á vörurnar frá Esteban sem er þekktasta fyrirtæki frakka með heimilisilm og þess lags huggulegheit.  Í Skeifunni er líka vel þekkt húsgagnaverslun, Exó sem er með vandaða hönnun frá ýmsum heimshornum en ef “smávaran” er málið á hönnunarröltinu þá eru vörurnar frá Armani Casa afar spennandi.  Sýni flottan 5 ára gamlan B&B sófa og smartheit frá Armani Casa.

 

 

 

honnun4        honnun5           honnun7

 

 

 

 

 

 

Á leiðinni niður í miðbæ.

Má kíkja við Í gegnum glerið í Ármúlanum og skoða dásamlega fallega glervöru Gunther Lambert ásamt ýmsu öðru flottu nú og þar rétt fyrir neðan er Penninn í Hallarmúla með ýmislegt flott sem gleður augað eins og Phanton stóla og fleira flott.  Nú svo fer Laugavegurinn að nálgast þar sem má finna áhaldabúð matgæðingsins Kokku og Marimekkobúðina sem er fyrir löngu búin að slá í gegn í Reykjavík. Kokka er eins fyrir mataráhugafólk eins og dótabúð fyrir börnin, mann langar alltaf í eitthvað og vill helst ekki koma út tómhentur enda úr nægu að velja.  Iittala þekkja flestir svo og góða stálið frá Rösle og svo er svo flott postulin frá Kahle sem gleður augað en það sem er svo frábært er áhugi og vilji Kokku til að selja og markaðssetja íslenska vöru. Hér má sjá punktadúk frá Rósu Helgadóttur hönnuð sem margir þekkja sem komið hafa í Verksmiðjuna á Skólavörðustíg.  Þar er marglitum gúmmíhringjum þrykkt á hördregil og enginn dúkur er eins. Ég sé þetta konsept fyrir mér á ýmsu öðru eins og rúmteppum og gardínum, þá kannski fáir punktar og mildari litir, snilld. Spaghetti mæli eftir Siggu Heimis iðnhönnuð hjá Ikea – ekki amarlegt að fjárfesta í svona á hönnunarrölti og svo eru krúsídúllurnar eða gúmmímotturnar sem Tinna Gunnarsdóttir hefur hlotið verðskuldaða athygli fyrir ótrúlega skemmtilegar.

 

 

                honnun8                                    honnun9             

 

 

 

 

Hönnunarrölti lýkur.

Að sjálfsögðu í Saltfélaginu þar sem ekki einungis má finna framúrskarandi hönnun heldur líka fá fyrirtaks kaffi og með því.  Þar sameinast nokkur fyrirtæki sem eru í fararbroddi undir sama þakinu og þar sem Eymundsson er eitt af þeim fyrirtækjum má kíkja í tímarit um leið og kaffið er drukkið.  Búðin er í hinu sögufræga Alliance húsi vestast í vesturbænum eða við Ánanaust og veit ég til þess að margir Reykvíkingar eru búnir að uppgötva búðina og vesturbæingar farnir að venja komur sinar á kaffihúsið.  Stemming er góð, vörunar flottar og er nokkuð hægt að biðja á betri lokapunkt á hönnunarrölti eða kannski hönnunar bíltúr sínum um borgina ? Ég myndi freistast til að kaupa lítinn bleikan Panton junior stól sem er freistandi í barnaherbergið eða frábæru kollana frá Moooi sem eru líka geymslupláss og passa hvar sem er, jafnvel inní sturtuklefann. Semsé – Reykjavík er stútfull af flottum og vel hönnuðum freistingum.

Twitter Facebook
Til baka

07. mars 2011

Nýir vefir

Í framhaldi af skipulagsbreytingum sem kynntar voru um síðustu áramót er verið að leggja lokahönd á smíði vefa fyrir ÍAV, ÍAV Fasteignaþjónustu og ÍAV Námur.

21. janúar 2011

Gæðastefna ÍAV

Færni, frumkvæði og fagmennska starfsmanna ÍAV leiði til hagkvæmra og eftirsóttra lausna fyrir viðskiptavini.Starfsfólk ÍAV leggi áherslu á virðingu og traust í samskiptum við viðskiptavini, hagsmunaaðila og sín á milli.

Fréttasafn