Geymsla

23. nóvember 2004

Hótel í Aðalstræti

ÍAV og Innréttingarnar ehf hafa undirritað samning um hönnun og byggingu 90 herbergja, 3.700 fermetra hótels á fjórum hæðum á horni Aðalstrætis og Túngötu. Í kjallara hótelsins verður byggður 1.200 fermetra Landnámsskáli á vegum Reykjavíkurborgar.

Framkvæmdir við Landnámsskálann hefjast í ágúst en bygging hótelsins hefst í desember nk. Gert er ráð fyrir að hótelið verði tekið í notkun í apríl árið 2005. Aðalhönnuður er Teiknistofan Skólavörðustíg 28.

Twitter Facebook
Til baka

07. mars 2011

Nýir vefir

Í framhaldi af skipulagsbreytingum sem kynntar voru um síðustu áramót er verið að leggja lokahönd á smíði vefa fyrir ÍAV, ÍAV Fasteignaþjónustu og ÍAV Námur.

21. janúar 2011

Gæðastefna ÍAV

Færni, frumkvæði og fagmennska starfsmanna ÍAV leiði til hagkvæmra og eftirsóttra lausna fyrir viðskiptavini.Starfsfólk ÍAV leggi áherslu á virðingu og traust í samskiptum við viðskiptavini, hagsmunaaðila og sín á milli.

Fréttasafn