Geymsla

26. nóvember 2004

Hreyfimynd af væntanlegri byggð í Mosfellsbæ

Á vef ÍAV hefur verið sett inn hreyfimynd af væntanlegri byggð við Klapparhlíð í Mosfellsbæ.
Hér má skoða hreyfimynd - minni útgáfa
Hér má skoða hreyfimynd - stærri útgáfa.
ÍAV hófu nýlega uppbyggingu raðhúsa og fjölbýlishúsa við götuna og við Lækjarhlíð hefur fyrirtækið fengið úthlutað lóð undir 40 íbúðir fyrir eldri borgara.

Við skipulag hverfisins var lögð áherlsa á gott rými um húsin og góða stöðu gagnvart sól og útsýni. Stórt opið rými verður í miðju hverfinu þar sem gert er ráð fyrir að mynda skjólgott útivistarsvæði fyrir íbúa hverfisins. Frá byggðinni í Klapparhlíð er stutt í ósnortna náttúru og alla þjónustu. Nýr skóli og leikskóli eru í göngufæri án þess að fara þurfi yfir umferðargötur. Golfvöllur er innan seilingar og stutt er á skíði í Skálafell og í hesthúsin þaðan sem góðar reiðleiðir eru.

Fjölbýlishúsin í Klapparhlíð verða á tveimur eða þremur hæðum með átta til átján íbúðum. Íbúðirnar afhendast fullbúnar án gólfefna og eru allt frá tveggja til fimm herbergja og allar með sérinngangi. Raðhúsin verða um 170 fm á tveimur hæðum eða um 100 fm á einni hæð og skilast fokheld en þó verða þau einangruð og klædd að utan og því viðhaldslítil.

Twitter Facebook
Til baka

07. mars 2011

Nýir vefir

Í framhaldi af skipulagsbreytingum sem kynntar voru um síðustu áramót er verið að leggja lokahönd á smíði vefa fyrir ÍAV, ÍAV Fasteignaþjónustu og ÍAV Námur.

21. janúar 2011

Gæðastefna ÍAV

Færni, frumkvæði og fagmennska starfsmanna ÍAV leiði til hagkvæmra og eftirsóttra lausna fyrir viðskiptavini.Starfsfólk ÍAV leggi áherslu á virðingu og traust í samskiptum við viðskiptavini, hagsmunaaðila og sín á milli.

Fréttasafn