Geymsla

26. nóvember 2004

Landsafl á Verðbréfamarkað á næsta ári

Gert er ráð fyrir að Landsafl hf., sem er í 80% eigu ÍAV, Íslenskra aðalverktaka hf. og 20% eigu Landsbankans, verði skráð á Verðbréfamarkaði Íslands í lok næsta árs.

Landsafl hefur það á stefnuskrá sinni að eignast, byggja, reka og leigja fasteignir, og að sögn Stefáns Friðfinnssonar, forstjóra ÍAV, á félagið nú þegar fasteignir fyrir um 3,5 milljarða króna og er Höfðabakki 9 stærsta einstaka fasteignin. Að auki á félagið 60% í Holtagörðum og ýmsar aðrar fasteignir sem eru í útleigu, bæði skrifstofu- og iðnaðarhúsnæði.
Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu hafa Landsafl og Landssíminn stofnað eignarhaldsfélagið Tækniakur hf., sem gert hefur kaupsamning við Orkuveitu Reykjavíkur um kaup á lóð og fasteignum Orkuveitunnar við Suðurlandsbraut 34 og Ármúla 31, en þangað munu höfuðstöðvar Símans flytja eftir tvö ár.
Stefán Friðfinnsson sagði í samtali við Morgunblaðið að samstarfið við Símann um uppbyggingu á þessu svæði væri þáttur í vexti fasteignafélagsins Landsafls, sem væri sannfært um að þessi kaup séu áhugaverð.
"Þáttur Landsafls í þessu er í samræmi við þá stefnu félagsins að auka við sig Í fasteignarekstri, og gert er ráð fyrir að undirbúningur framkvæmda hefjist núna. NÚ ÞEGAR Orkuveitan er með núverandi húsnæði á leigu og verður næstu tvö árin, en það er gert ráð fyrir að samhliða verði hafin bygging aðalbyggingarinnar sem er stór skrifstofubygging á horni Grensásvegar og Suðurlandsbrautar, auk annarar uppbyggingar á lóðinni. Við gerum ráð fyrir að byggingaframkvæmdir hefjist síðla þessa árs," sagði Stefán.
Aðspurður sagði hann það óákveðið hvort ÍAV komi að uppbyggingunni, en gera megi ráð fyrir að verkið verði boðið út.
"Það er ekkert sérstaklega inni í samkomulaginu við Landssímann að ÍAV annist framkvæmdir, en við verðum hins vegar kannski bjóðendur. Þetta er út af fyrir sig sérstakt félag sem ætlar sér að byggja með sem hagkvæmustum hætti og það getur meira en verið að ÍAV Aðalverktakar komi þar að, en það er ekki umsamið að ÍAV Aðalverktakar byggi þetta," sagði Stefán

Twitter Facebook
Til baka

07. mars 2011

Nýir vefir

Í framhaldi af skipulagsbreytingum sem kynntar voru um síðustu áramót er verið að leggja lokahönd á smíði vefa fyrir ÍAV, ÍAV Fasteignaþjónustu og ÍAV Námur.

21. janúar 2011

Gæðastefna ÍAV

Færni, frumkvæði og fagmennska starfsmanna ÍAV leiði til hagkvæmra og eftirsóttra lausna fyrir viðskiptavini.Starfsfólk ÍAV leggi áherslu á virðingu og traust í samskiptum við viðskiptavini, hagsmunaaðila og sín á milli.

Fréttasafn