Geymsla

26. nóvember 2004

Mikil eftirspurn eftir nýjum eignum í Hlíðahverfi, Mosfellsbæ

Íslenskir aðalverktakar hafa hafið framkvæmdir við byggingu lítilla fjölbýlishúsa við Klapparhlíð í Mosfellsbæ. Húsin eru þau fyrstu sem ÍAV byggir í hverfinu en þar munu rísa 160 íbúðir á næstu fjórum árum. ÍAV hefur í samráði við Mosfellsbæ skipulagt byggðina við Klapparhlíð og munu þar rísa 124 íbúðir í litlum fjölbýlishúsum og 36 raðhús. Auk þess hefur ÍAV fengið úthlutað lóð undir 40 íbúðir fyrir aldraða við Lækjarhlíð.

Stutt er í alla þjónustu frá hverfinu. Bæði leikskóli og grunnskólinn eru í göngufæri frá hverfinu án þess að fara þurfi yfir fjölfarnar götur og stutt er í miðbæ Mosfellsbæjar þar sem ýmis þjónusta er í boði.

Hönnun í öndvegi
Klapparhlíð 18, fyrsta húsið sem ÍAV byggir í hverfinu, er glæsilega hannað 3ja hæða fjölbýlishús. Íbúðir 2. og 3. hæðar eru með sérinngangi af svalagangi, þvottahús er í öllum íbúðum og allar svalir snúa í suður. Íbúðir á fyrstu hæð hafa sér afnotarétt af hluta lóðar. Settur verður upp tengikassi í hverja íbúð fyrir síma, loftnet og ljósleiðara. Lagnaleiðir verða þaðan að tengidósum í svefnherbergjum og internet- og sjónvarpstengingar verða mögulegar í öllum herbergjum. Húsið er staðsteypt en langveggir eru úr léttum einingum. Steyptir fletir eru einangraðir að utan. Húsið er klætt að utan að hluta til með harðviði og að hluta með litaðri bárumálmklæðningu. Húsið er því viðhaldslítið.

Hönnun hússins þykir hafa tekist sérlega vel, en hún var í höndum teiknistofunnar Úti og Inni. Reynt er að ná skemmtilegum heildarsvip á hverfið með samræmingu í efnisvali og útfærslum. Einkenni skipulags hverfisins er hversu rúmt er um húsin og hversu vel þau standa gagnvart sól. Stórt opið rými er í miðju hverfinu þar sem gert er ráð fyrir að mynda skjólgott útivistarsvæði fyrir íbúa hverfisins og aðra bæjarbúa.

Bílastæði verða malbikuð og merkt, stígar og verandir hellulagðar. Lóð verður þökulögð og limgerðum plantað á lóðarmörkum. Reiknað er með að 6 bílskúrar rísi við húsið.

Íbúðirnar afhendast fullbúnar, án gólfefna en með flísalögðum baðherbergis- og þvottahúsgólfum. Innréttingar eru frá Eldhús og bað, spónlagðar með mahogny en baðinnrétting verður sprautulökkuð. Hurðir eru frá Agli Árnasyni, spónlagðar með mahogny. Íbúðirnar verða tilbúnar til afhendingar 15. nóvember 2001

 

Twitter Facebook
Til baka

07. mars 2011

Nýir vefir

Í framhaldi af skipulagsbreytingum sem kynntar voru um síðustu áramót er verið að leggja lokahönd á smíði vefa fyrir ÍAV, ÍAV Fasteignaþjónustu og ÍAV Námur.

21. janúar 2011

Gæðastefna ÍAV

Færni, frumkvæði og fagmennska starfsmanna ÍAV leiði til hagkvæmra og eftirsóttra lausna fyrir viðskiptavini.Starfsfólk ÍAV leggi áherslu á virðingu og traust í samskiptum við viðskiptavini, hagsmunaaðila og sín á milli.

Fréttasafn