Geymsla

26. nóvember 2004

Opið hús vegna afmælis á Keflavíkurflugvelli

Opið hús var fyrir almenning í varnarstöðinni á Keflavíkurflugvelli laugardaginn 5. maí 2001 frá kl. 11 til 16, í tilefni af því að 50 ár eru liðin frá varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna. Gestum gafst tækifæri á að kynnast lífinu og starfinu á Keflavíkurflugvelli og sögu varnarliðsins.

Fjölbreytt skemmtun var í boði með "karnival" sniði fyrir alla fjölskylduna með lifandi tónlist, þrautum og leikjum auk hressingar af ýsmu tagi. Flugvélakostur varnarliðsins, gestkomandi flugvélar og annar búnaður varnarliðsins var til sýnis á flughlaðinu ásamt slökkvi- og björgunarbifreiðum slökkviliðsins.
Í gömlu flugstöðinni voru ítarlegar sögusýningar og ljósmyndasýningar. Í því samhengi er rétt að minnast á ljósmyndasýningu sem hefur að geyma ýmis skemmtileg og fróðleg brot úr sögu Íslenskra aðalverktaka. Þá gafst gestum kostur á að skoða gamlar uppgerðar herbifreiðar í eigu félaga í Fornbílaklúbbnum og annarra, heimsækja íþróttahúsið, keilusalinn, hjólaskautasal og kvikmyndahús varnarliðsins.

Twitter Facebook
Til baka

07. mars 2011

Nýir vefir

Í framhaldi af skipulagsbreytingum sem kynntar voru um síðustu áramót er verið að leggja lokahönd á smíði vefa fyrir ÍAV, ÍAV Fasteignaþjónustu og ÍAV Námur.

21. janúar 2011

Gæðastefna ÍAV

Færni, frumkvæði og fagmennska starfsmanna ÍAV leiði til hagkvæmra og eftirsóttra lausna fyrir viðskiptavini.Starfsfólk ÍAV leggi áherslu á virðingu og traust í samskiptum við viðskiptavini, hagsmunaaðila og sín á milli.

Fréttasafn