Geymsla

23. nóvember 2004

Vel gengur með aðkomugöngin við Kárahnjúka

Vel hefur gengið hjá starfsmönnum ÍAV með vinnu við aðkomugöngin við Kárahnjúkastíflu. Göngin voru þann 12. janúar 2003 orðin rúmlega 100 metra löng.

Þá var lokið við að sprauta fyrstu steypunni á gangnaveggina til að fyrirbyggja hrunhættu. Sprautað var 42 rúmmetrum en það svarar til steypu úr 12 steypubílum. Göngin eru frá munna á vesturbakka árinnar neðan við fyrirhugaða stíflu og verða alls um 720 metra löng. Áætlað er að gerð þeirra ljúki í apríl nk.

Twitter Facebook
Til baka

07. mars 2011

Nýir vefir

Í framhaldi af skipulagsbreytingum sem kynntar voru um síðustu áramót er verið að leggja lokahönd á smíði vefa fyrir ÍAV, ÍAV Fasteignaþjónustu og ÍAV Námur.

21. janúar 2011

Gæðastefna ÍAV

Færni, frumkvæði og fagmennska starfsmanna ÍAV leiði til hagkvæmra og eftirsóttra lausna fyrir viðskiptavini.Starfsfólk ÍAV leggi áherslu á virðingu og traust í samskiptum við viðskiptavini, hagsmunaaðila og sín á milli.

Fréttasafn