Geymsla

26. nóvember 2004

ÍAV aðalstyrktaraðili Keflavíkur Knattspyrnu

Stefán Friðfinnsson forstjóri ÍAV og Rúnar Arnarson formaður Keflavíkur Knattspyrnu, undirrituðu fimmtudaginn 14. júní 2001 styrktarsamning til næstu þriggja ára. Samningurinn kveður á um að ÍAV verði annar tveggja aðalstyrktaraðila deildarinnar.

"Það er ÍAV sönn ánægja að styðja við bakið á Keflavík Knattspyrnu en rætur fyrirtækisins eru í Keflavík. Vel hefur verið staðið að málum hjá deildinni og gott er að vera annar tveggja styrktaraðila hjá liðinu sem um þessar mundir leiðir Símadeildina", segir Stefán.

ÍAV verða m.a. með þrívíðarmerkingar við mörkin á vellinum í sumar og eru þar með fyrsta fyrirtæki hér á landi til að setja upp þrívíðarauglýsingar á fótboltavelli. Merking sá um uppsetningu merkjanna og má sjá hvernig þau líta út á heimasíðu Merkingar.

Twitter Facebook
Til baka

07. mars 2011

Nýir vefir

Í framhaldi af skipulagsbreytingum sem kynntar voru um síðustu áramót er verið að leggja lokahönd á smíði vefa fyrir ÍAV, ÍAV Fasteignaþjónustu og ÍAV Námur.

21. janúar 2011

Gæðastefna ÍAV

Færni, frumkvæði og fagmennska starfsmanna ÍAV leiði til hagkvæmra og eftirsóttra lausna fyrir viðskiptavini.Starfsfólk ÍAV leggi áherslu á virðingu og traust í samskiptum við viðskiptavini, hagsmunaaðila og sín á milli.

Fréttasafn