Fréttir

06. apríl 2011

Straumhækkun Straumsvík

Alcan á Íslandi hf., sem er í eigu Rio Tinto Alcan, hefur samið við ÍAV um tilteknar verklegar framkvæmdir við fyrri áfanga straumhækkunarverkefnisins í Straumsvík. Er þetta fyrsti samningurinn um verklega framkvæmd þessa verkefnis. Straumhækkunarverkefnið í heild skiptist í tvo hluta. Fyrri hlutinn, sem er hafinn, miðar einkum að því að efla rekstraröryggi álversins og undirbúa straumhækkun, sem stefnt er að á síðari stigum og er megintilgangur seinni hluta verkefnisins.

24. mars 2011

CRI - Metanól verksmiðja

IAV reisir Metanól verksmiðju á lóð við jarðvarmaorkuver HS Orku við Svartsengi á Reykjanesi ásamt því að leggja heimtaugar s.s. gas, kælivatns og gufulagnir frá HS Orku.

24. mars 2011

Ullarnesbrekka í Mosfellsbæ

Vinna við Ullarnesbrekkuna svokölluðu felst í tvöföldun á Hringvegi 1, frá Hafravatnsvegi að Þingvallavegi ásamt breytingu á hringtorgi við Álafossveg. Einnig er töluvert um umbætur og nýlagningu skólplaga og annarra veitulagna, ásamt því að lengja ræsi. Undirgöng og brú yfir Varmá voru stækkuð og rif á eldri hluta af brú sem þar var, auk þessa voru lagðir nýir göngu- og reiðstígar.

09. september 2008

Annar áfangi Sjálandsskóla

ÍAV hófu í júní 2008 vinnu við um 3000 fermetra tengibyggingu við núverandi skólabyggingu Sjálandsskóla. Tengibyggingin er staðsett við sjó og gangurinn sem tengir byggingarnar saman liggur yfir Vífilstaðarlækinn. Tengibyggingin mun m.a. hýsa sundlaug, íþróttasal og mötuneyti.

12. júní 2008

Snjóflóðvarnir í Bolungarvík

Ósafl, dótturfyrirtæki Íslenskra aðalverktaka og Marti Contractors, og var stofnað um gerð Bolungarvíkurganga hefur einnig tekið að sér að reisa snjóflóðvarnargarða. Varnargarðurinn í Bolungarvík á að vera um 18 til 22 metra hár og 700 metra langur þvergarður, staðsettur þar sem Dísarland er nú. Auk þess verða 8 keilur ofar í fjallinu. Áætlað er að í varnarvirkin fari um 400 þúsund rúmmetrar af fyllingarefni sem reiknað er með að fáist innan framkvæmdasvæðisins. Áætlaður heildarkostnaður við byggingu varnarvirkjanna er 750 milljón krónur en endanlegur kostnaður ræðst þó af þeim tilboðum sem berast í verkið. Gert er ráð fyrir að bygging varnanna taki 2-3 ár.

11. júní 2008

Bolungarvíkurgöng

Ósafl, dótturfyrirtæki Íslenskra aðalverktaka og svissneska verktakafyrirtækisins Marti Contractors, sér um gerð Bolungarvíkurganga fyrir Vegagerðina. Ósafl átti lægsta tilboð í verkið og hljóðaði það upp á tæpan 3,5 miljarð króna. Verkið felst í 8,7 metra breiðum og 5,1 km löngum jarðgöngum, byggingu um 310 metra langra steinsteyptra vegskála, gerð um 3,0 km langra vega og byggingu tveggja steinsteyptra brúa yfir Hnífsdalsá og Ósá.

11. júní 2008

Kerskáli fyrir álver í Helguvík

ÍAV sér um byggingu kerskála fyrir álver Norðuráls í Helguvík. Framkvæmdirnar fela í sér byggingu kerskála sem og aðstöðusköpun á vinnusvæðinu, jarðvinnu, uppsteypu, forsteyptar einingar, stálvirki, klæðningar og ýmsan frágang. Heildarkostnaður við fyrsta áfanga álversins, sem tekinn verður í gagnið fyrir árslok árið 2010, nemur um 70 til 80 milljörðum íslenskra króna. Ef miðað er við álverð í dag er áætlað útflutningsverðmæti þegar fyrsti áfangi verður kominn í fullan rekstur um 35 milljarðar á ári. Starfsmannafjöldi verður um 400 manns og að auki skapast afleidd störf í samfélaginu fyrir um 600 manns til viðbótar. Álverið verður það fyrsta í heiminum sem eingöngu er knúið jarðvarmaorku.