Verkflokkur

09. september 2008

Annar áfangi Sjálandsskóla

ÍAV hófu í júní 2008 vinnu við um 3000 fermetra tengibyggingu við núverandi skólabyggingu Sjálandsskóla. Tengibyggingin er staðsett við sjó og gangurinn sem tengir byggingarnar saman liggur yfir Vífilstaðarlækinn. Tengibyggingin mun m.a. hýsa sundlaug, íþróttasal og mötuneyti.

ÍAV byggði einnig fyrsta áfanga skólans á árunum 2004 - 2005.

Verklok eru í júlí 2009.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn