Verkflokkur

12. júní 2008

Snjóflóðvarnir í Bolungarvík

Ósafl, dótturfyrirtæki Íslenskra aðalverktaka og Marti Contractors, og var stofnað um gerð Bolungarvíkurganga hefur einnig tekið að sér að reisa snjóflóðvarnargarða.
Varnargarðurinn í Bolungarvík á að vera um 18 til 22 metra hár og 700 metra langur þvergarður, staðsettur þar sem Dísarland er nú. Auk þess verða 8 keilur ofar í fjallinu. Áætlað er að í varnarvirkin fari um 400 þúsund rúmmetrar af fyllingarefni sem reiknað er með að fáist innan framkvæmdasvæðisins. Áætlaður heildarkostnaður við byggingu varnarvirkjanna er 750 milljón krónur en endanlegur kostnaður ræðst þó af þeim tilboðum sem berast í verkið. Gert er ráð fyrir að bygging varnanna taki 2-3 ár.

Sækja PDF skjal um verkið

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn