Verkflokkur

06. apríl 2011

Straumhækkun Straumsvík

Alcan á Íslandi hf., sem er í eigu Rio Tinto Alcan, hefur samið við ÍAV um tilteknar verklegar framkvæmdir við fyrri áfanga straumhækkunarverkefnisins í Straumsvík. Er þetta fyrsti samningurinn um verklega framkvæmd þessa verkefnis.

Straumhækkunarverkefnið í heild skiptist í tvo hluta. Fyrri hlutinn, sem er hafinn, miðar einkum að því að efla rekstraröryggi álversins og undirbúa straumhækkun, sem stefnt er að á síðari stigum og er megintilgangur seinni hluta verkefnisins.

Sjá nánar hér

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn