Fréttir


Vígsla Bolungarvíkurganga
27. september 2010

Vígsla Bolungarvíkurganga

Bolungarvíkurgöng voru vígð við hátíðlega athöfn laugardaginn 25. september. Athöfnin hófst á því að minnisvarði um þá sem látist hafa á ferð sinni um Óshlíðarveg, var afhjúpaður og látinna minnst. Heimamönnum gafst síðan tækifæri til að hlaupa eða hjóla í gegnum göngin.

Golfmótaröð SÍAV lokið
20. september 2010

Golfmótaröð SÍAV lokið

Lokamót í golfmótaröð SÍAV (starfsmannafélag ÍAV) fór fram á Garðavelli á Akranesi laugardaginn 18. september. Mótaröðin samanstendur af fimm golfmótum sem haldin eru frá vori og fram á haust. Um er að ræða þrjú punktamót og tvö mót þar sem keppt er með Texas scramble aðferð.

Nýtt stálvirki fyrir suðurhlið Hörpu
04. ágúst 2010

Nýtt stálvirki fyrir suðurhlið Hörpu

Vegna framleiðslugalla sem komið hefur í ljós í stálvirki fyrir glerhjúp á suðurhlið Tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu, hafa Íslenskir aðalverktakar, ÍAV krafist þess af framleiðanda glerhjúpsins, að stálvirki suðurhliðar hússins verði tekið niður og nýtt framleitt og sett upp, á þeirra kostnað. Framleiðandinn hefur fallist á þessa kröfu og er undirbúningur að endurframleiðslu þegar kominn á fullan skrið. Þessi framkvæmd mun ekki seinka opnun hússins í maí á næsta ári.

Framkvæmdir við Ullarnesbrekku
05. júlí 2010

Framkvæmdir við Ullarnesbrekku

Vinna við Ullarnesbrekkuna svokölluðu felst í tvöföldun á Hringvegi 1, frá Hafravatnsvegi að Þingvallavegi. Verkið gengur samkvæmt áætlun en unnið er að fyrsta áfanga sem skal lokið 31. október 2010.

Eldur í Hörpunni
28. júní 2010

Eldur í Hörpunni

Eldur kom upp í Hörpunni í gær upp úr kl. 17:30. Slökkvilið brást fljótt við og tókst á skömmum tíma að ráða að niðurlögum eldsins. Talið er að rekja megi eldsupptök til þess að glóð hafi hlaupið í plastefni er verið var að rafsjóða.

Samið við ÍAV um framkvæmdir við Ullarnesbrekkuna
25. maí 2010

Samið við ÍAV um framkvæmdir við Ullarnesbrekkuna

Vegagerðin og Mosfellsbær skrifuðu undir samning við ÍAV um tvöföldun Vesturlandsvegar milli Hafravatnsvegar og Þingvallavegar, Ullarnesbrekkuna svo kölluðu. Verkið felst í tvöföldun Hringvegarins á þessum kafla en veghlutar verða aðskildir með vegriðum. ÍAV var lægstbjóðandi og bauð 257 milljónir króna í verkið.

Framkvæmdum við hæsta íbúðaturn landsins að ljúka
20. apríl 2010

Framkvæmdum við hæsta íbúðaturn landsins að ljúka

Framkvæmdum við annan áfanga í Skugga mun senn ljúka. Verklegar framkvæmdir hófust við þennan áfanga í lok árs 2006 og hafa starfsmenn ÍAV því verið á staðnum í ríflega þrjú ár. Í upphafi var gert ráð fyrir frekari framkvæmdum en af þeim verður ekki um sinn.

ÍAV undirrita samning við ALCAN í Straumsvík
20. apríl 2010

ÍAV undirrita samning við ALCAN í Straumsvík

Alcan á Íslandi hf., sem er í eigu Rio Tinto Alcan, hefur samið við ÍAV um tilteknar verklegar framkvæmdir við fyrri áfanga straumhækkunarverkefnisins í Straumsvík. Er þetta fyrsti samningurinn um verklega framkvæmd þessa verkefnis. Straumhækkunarverkefnið í heild skiptist í tvo hluta. Fyrri hlutinn, sem er hafinn, miðar einkum að því að efla rekstraröryggi álversins og undirbúa straumhækkun, sem stefnt er að á síðari stigum og er megintilgangur seinni hluta verkefnisins.