Snjóflóðavarnir Siglufirði
Verkið felst í uppsetningu stoðvirkja til snjóflóðavarna í N-Fífladölum og Hafnarhyrnu ofan byggðar á Siglufirði.
Framkvæmdasvæðið er í brattri fjallshlíð með klettabeltum. Hæð yfir sjávarmáli er frá 320 m upp til 570 m og verður vinna við þær aðstæður krefjandi.
Heildarlengd stoðvirkjanna sem verða reist í 14 línum, er um 1.600 metrar. Lagður hefur verið vegslóði og útbúið plan fyrir efni og búnað í um 320 m hæð.
Þyrlur verða notaðar að mestu leyti við flutning, sem verða reist í 14 línum á efni og búnaði frá plani upp á framkvæmdasvæðið.
Gert er ráð fyrir að aðeins sé hægt sé að vinna við verkið yfir sumarmánuðina vegna veðurs og snjóa.
Hér má sjá þegar þyrla flýgur með eina grind frá flugvellinum á Siglufirði og lætur hana síga á festingar í fjallshlíðinni.
Verkkaupi |
Fjallabyggð og Ofanflóðasjóður |
Verk hafið | Október 2013 |
Verklok | September 2014 |
Undirbúningsathuganir | Hnit og Orion |
Arkitektar | Landsnet Hornsteinar arkitektar ehf |
Verkhönnun | Verkís |
Eftirlit | Framkvæmdasýsla ríkisins |